Rottweiler-hundurinn svæfður

Rottweiler-hundurinn Puma sem réðst á konu sem var á gangi …
Rottweiler-hundurinn Puma sem réðst á konu sem var á gangi á Akureyri hefur verið svæfður. Samsett mynd

Rottweiler-hundurinn Puma, sem réðst á konu á Akureyri í lok janúar með þeim afleiðingum að konan m.a. axlarbrotnaði, hefur verið svæfður.

Frá þessu greinir eigandi hundsins, Íris Vanja Valgeirsdóttir, á Facebook-hópnum Hundasamfélagið.

Var með æxli sem átti að skera burt

„Ég og umsjónarmaður hans erum niðurbrotin eftir þetta og röð af atvikum í desember orsökuðu þetta slys, þar á meðal var hann með æxli sem átti að skera í burtu núna í febrúar,“ segir eigandinn og nefnir að hundurinn hafi verið þjáður og verði sendur í krufningu.

Hún segir marga syrgja Puma en tekur þó fram að hugur þeirra sé einnig hjá konunni sem varð fyrir árásinni.

Þá biður hún um frið til að syrgja hundinn sinn.

„Aðgát skal höfð í nærveru sálar“

Skjáskot
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert