Þriggja bíla árekstur við Rauðavatn

Slökkviliðið á vettvangi.
Slökkviliðið á vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi á Suðurlandsvegi við Rauðavatn í Reykjavík vegna umferðaslyss. Um var að ræða þriggja bíla árekstur og bílarnir illa farnir en betur fór en á horfðist að sögn vaktstjóra hjá Slökkviliðinu í Reykjavík. 

Þrír voru fluttir á sjúkrahús til aðhlynningar en ekki er útlif fyrir að um alvarleg meiðsl sé að ræða. 

Fjöldi viðbragðsaðila er á vettvangi og er vegurinn lokaður sem stendur.    

Flytja þurfti bíl af vettvangi.
Flytja þurfti bíl af vettvangi. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert