Tveggja milljarða jólabónus

Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á blaðamannafundinum í dag.
Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, á blaðamannafundinum í dag. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Jólaeingreiðsla verður greidd til öryrkja og eldra fólks með lágar tekjur, að því er Inga Sæland, félags- og húsnæðismálaráðherra, greindi frá á blaðamannafundi ríkisstjórnarinnar í dag.

Jólabónus til tekjulægri öryrkja og eldra fólks verður tryggður, við þekkjum það sem eingreiðsluna í desember, skatta- og skerðingarlausa,“ sagði Inga og bætti við að jólabónusinn yrði tryggður þar til búið væri að lyfta þeim upp úr fátækt sem verst standa.

Í máli Ingu kom fram að þetta yrði stærsti útgjaldaliður fjáraukalaga fyrir 2025, en áætlaður kostnaður verður um tveir milljarðar króna á árinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert