Umdeilt auglýsingaskilti fjarlægt

Auglýsingaskiltið á lóð bensínstöðvarinnar Orkunnar.
Auglýsingaskiltið á lóð bensínstöðvarinnar Orkunnar. mbl.is/Árni Sæberg

Auglýsingaskilti á lóð bensínstöðvarinnar Orkunnar við Miklubraut 101 hefur verið tekið niður að kröfu Reykjavíkurborgar.

Eins og Morgunblaðið hefur greint frá hafnaði úrsk­urðar­nefnd um­hverf­is- og auðlinda­mála kröfu eigenda skiltisins um að ógilda ákvörðun bygg­ing­ar­full­trúa Reykja­vík­ur þess efnis að slökkva skyldi á aug­lýs­inga­skiltinu og fjar­lægja það. 150 þúsund króna dagsektir voru lagðar á frá 16. október.

Ekki fengust upplýsingar um það hver heildarupphæð sekta var en málinu er lokið af hálfu borgarinnar.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert