Áfram í haldi eftir hnífstunguárás

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur orðið við kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og framlengt gæsluvarðhald yfir karlmanni sem er grunaður um hnífstunguárás á Kjalarnesi.

Að sögn lögreglu hefur gæsluvarðhaldið verið framlengt um fjórar vikur, eða til 3. mars, á grundvelli almannahagsmuna. 

Málið varðar árás sem átti sér stað á nýársnótt. Þá hlutu tveir stungusár í árás­inni og hlaut ann­ar þeirra lífs­hættu­lega áverka. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert