Klemmdist undir bíl

Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild.
Maðurinn var fluttur með sjúkrabifreið á slysadeild. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Maður á sextugsaldri slasaðist á fæti og var fluttur á sjúkrahús eftir að bíll sem hann var að vinna við á Kársnesi í Kópavogi féll ofan á fótlegg hans þegar tjakkur undir bílnum gaf sig.

Heimir Ríkarðsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni í Kópavogi, segir í samtali við mbl.is að lögreglan hafi fengið tilkynningu um slysið á tíunda tímanum í gærkvöld. Þegar viðbragðsaðilar komu á vettvang var bíllinn tjakkaður upp og maðurinn losaður undan bílnum en hann vann við að skipta um bensíndælu í bílnum.

Heimir segir að maðurinn hafi verið með fulla meðvitund en hann hafi slasast á fæti og verið fluttur til aðhlynningar á slysadeild. Hann segist ekki vita um líðan mannsins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert