Einn var vistaður í fangaklefa eftir að lögreglunni barst tilkynning um líkamsárás í heimahúsi í gærkvöld.
Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til klukkan 5 í morgun. 50 mál eru skráð í kerfi lögreglu á þeim tíma. 5 gista fangageymslur vegna mála og vímuástands.
Manni var vísað út af bar í miðborgunni vegna ofstopa og yfirgangs. Hann slapp við handtöku og þá var einn vistaður vegna rannsóknar á heimilisofbeldi.
Ökumaður handtekinn vegna gruns um akstur undir áhrifum fíkniefna. Þá framvísaði hann fölsuðu ökuskírteini. Hann var einnig réttindalaus eftir sviptingu. Þá var maður handtekinn á stolnum bíl og gistir hann í fangageymslu vegna rannsóknar málsins.
Tilkynnt var um þjófnað í matvöruverslun í miðborginni. Málið var afgreitt á staðnum og forráðmönnum tilkynnt sökum aldurs gerenda.