Þingmenn frá Samfylkingu, Viðreisn og Sjálfstæðisflokknum voru við þingsetningarathöfn Siðmenntar sem haldin var frá kl. 11.45 til 12.45, en hefðbundin þingsetningarathöfn hefst klukkan 13.30 með guðsþjónustu í Dómkirkjunni, áður en þingmenn halda yfir í Alþingishúsið.
Athöfn Siðmenntar fór fram í Tjarnarbíói.
Inga Auðbjörg Straumland, formaður Siðmenntar, setti athöfnina með stuttu ávarpi og Gunnar Hersveinn, heimspekingur og athafnastjóri hjá Siðmennt, flutti hugvekju.
Þá var boðið upp á tónlistaratriði.
Tekið var fram í boði á athöfn Siðmenntar að hún skaraðist ekki á við guðsþjónustuna og því væri mögulegt fyrir þingmenn að mæta á báða staði.