Oddvitar í Suðurkjördæmi skora á Guðrúnu

Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra.
Guðrún Hafsteinsdóttir fyrrverandi dómsmálaráðherra. mbl.is/Karítas

Oddvitar Sjálfstæðisflokks og sveitarstjórnarfólk í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi skora á Guðrúnu Hafsteinsdóttur, þingmann flokksins og fyrrverandi ráðherra, til að bjóða sig fram til embættis formanns.

Þetta segir í tilkynningu sem send hefur verið á fjölmiðla.

Er hún á þessa leið:

„Við, oddvitar og sveitarstjórnarfólk Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum í Suðurkjördæmi, hvetjum Guðrúnu Hafsteinsdóttur til að bjóða sig fram til formanns á næsta landsfundi Sjálfstæðisflokksins.“

Undir áskorunina rita:

  • Gauti Árnason, oddviti í Austur-Skaftafellssýslu
  • Sveinn Hreiðar Jensson, oddviti í Vestur-Skaftafellssýslu
  • Anton Kári Halldórsson, oddviti og sveitarstjóri í Rangárþingi eystra
  • Eydís Indriðadóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Rangárþingi ytra
  • Jón Bjarnason, oddviti í Hrunamannahreppi
  • Friðrik Sigurbjörnsson, oddviti í Hveragerði
  • Grétar Ingi Erlendsson, sveitarstjórnarfulltrúi í Ölfusi
  • Bragi Bjarnason, oddviti og bæjarstjóri í Árborg
  • Einar Jón Pálsson, oddviti í Suðurnesjabæ
  • Hjálmar Hallgrímsson, oddviti í Grindavík
  • Björn G. Sæbjörnsson, oddviti í Vogum
  • Margrét Sanders, oddviti í Reykjanesbæ
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert