Sindri og Ísidór mættir í Landsrétt

Sindri Snær Birgisson áður en aðalmeðferðin hófst í Landsrétti.
Sindri Snær Birgisson áður en aðalmeðferðin hófst í Landsrétti. mbl.is/Karítas

Sindri Snær Birgisson og Ísidór Nathansson eru nú staddir í Landsrétti þar sem aðalmeðferð í hryðjuverkamálinu svokallaða stendur yfir.

Tæplega eitt ár er síðan tvímenningarnir voru sýknaðir af ákæru í Héraðsdómi Reykjavíkur sem sneri að tilraun til hryðjuverka.

Dómur héraðsdóms taldi það hafa verið rétta ákvörðun að hand­taka menn­ina, en að ákæru­vald­inu hafi ekki tek­ist að sanna „ótví­rætt“ að þeir hefðu verið að und­ir­búa hryðju­verk.

Mennirnir voru hins vegar dæmdir fyrir vopnalagabrot. Sindri var dæmdur í tveggja ára fang­elsi og Ísi­dór hlaut átján mánaða dóm.

Ísidór Nathansson í Landsrétti í morgun.
Ísidór Nathansson í Landsrétti í morgun. mbl.is/Karítas

Skýrslutökur í dag og á morgun

Ríkissaksóknari áfrýjaði málinu síðasta vor. Krafist er sak­fell­ing­ar fyr­ir hryðjuverkahluta þess og sak­fell­ingar í þeim hluta máls­ins sem snýr að vopna­laga­broti, auk þess er farið fram á refsiþyng­ingu.

Aðalmeðferð málsins stendur fram á fimmtudag. Skýrslutaka yfir Sindra fer fram í dag og á morgun verður tekin skýrsla af Ísidóri.

Greint verður frá aðalmeðferð hryðjuverkamálsins í Landsrétti á mbl.is.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert