Þorgerður minnist fórnarlamba árásarinnar

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra.
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra. mbl.is/Eyþór

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra kveðst afar sorgmædd yfir skotárásinni sem var gerð á Risbergska-háskólann í Örebro í dag. 

„Ég er afar sorgmædd vegna hins hörmulega mannfalls í árásinni á Risbergska skólann í Örebro. Hugur minn er hjá fórnarlömbunum, fjölskyldum þeirra og þeim sem urðu fyrir barðinu á þessum hörmulega atburði,“ skrifar Þorgerður í færslu á X. 

Árásin var gerð laust eftir hádegi í Örebro í dag. Í það minnsta tíu létust í árásinni en lögregla vill ekki staðfesta nákvæman fjölda látinna. 

Árásarmaðurinn er talinn hafa verið einn á ferð og er hann sagður vera á meðal hinna látnu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert