Vilja halda í bíóhúsið

Margir hafa gert sér glaðan dag í þessu húsi í …
Margir hafa gert sér glaðan dag í þessu húsi í Mjódd. mbl.is/Karítas

Þórarinn Arnar Sævarsson, einn þriggja kaupenda SAM-bíóhússins í Álfabakka, segir ekki standa til að rífa húsið heldur sé ætlunin að finna nýja leigutaka.

Hann segir aðspurður það vera athyglisverða hugmynd að opna keilusal í húsinu.

Fjallað er um kaupin í Morgunblaðinu í dag. Þar er rifjað upp að í lok nóvember 1981 var skemmtistaðurinn Broadway opnaður í kjallara hússins. Skömmu síðar, eða í byrjun mars 1982, hafi Árni Samúelsson opnað Bíóhöllina á efri hæðum hússins en tilkoma hennar þótti mikil tíðindi í sögu kvikmyndahúsa á Íslandi.

Fyrir unga fólkið í Breiðholti

„Þegar við byggðum Bíóhöllina 1982 var unga fólkið í Breiðholti. Við vorum fljótir að opna Bíóhöllina á sínum tíma. Það var lengi Íslandsmet í byggingarhraða,“ sagði Árni í samtali við Morgunblaðið í maí 2005 en hann var þá að opna bíó í Egilshöll. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert