Rauð viðvörun tók gildi á höfuðborgarsvæðinu kl. 16 síðdegis í dag. Gildir hún til kl. 19 en gengur svo aftur í gildi kl. 8 í fyrramálið.
Búist er við sunnan 28-33 metrum á sekúndu og að hvassara verði í vindstrengjum.
Talsverð rigning verði á köflum, foktjón sé mjög líklegt og hættulegt geti verið að vera á ferð utandyra. Sem sé, ekkert ferðaveður.
Hér fyrir neðan má fylgjast með beinni útsendingu vefmyndavélar Advania, þar sem horft er yfir Sæbrautina: