Búið er að opna Hellisheiði og Þrengsli að nýju en lokað var fyrir umferð um vegina í gærkvöld.
Fylgdarakstur var yfir Hellisheiði frá Hveragerði og frá Rauðavatni en honum var hætt á þriðja tímanum í nótt og á vef Vegagerðarinnar, umferdin.is, kemur fram að búið sé að opna vegina. Skyggni er slæmt vegna skafrennings og éljagangs og eru vegfarendur beðnir um að aka varlega.
Vegurinn um Holtavörðuheiði er lokaður vegna veður og flutningabíls sem þverar veg og er ólíklegt að hægt verður að opna í dag. Þá er vegurinn um Öxnadalsheiði lokaður vegna veðurs
Þá kemur fram kemur á vef Vegagerðarinnar að margir vegir verði á óvissustigi eftir hádegi í dag, þar á meðal Reykjanesbraut, Hellisheiði og Mosfellsheiði
Spáð er mjög slæmu veðri eftir hádegi í dag og hefur Veðurstofa Íslands gefið út appelsínugular viðvaranir fyrir höfuðborgarsvæðið, Suðurland, Faxaflóa og Breiðafjörð klukkan tvö og þegar líður á daginn verða komnar appelsínugular viðvaranir um allt landið vegna illviðris og gilda þær fram á morgundaginn.