Ferðamálastofa hefur gefið út tilmæli til fyrirtækja í ferðaþjónustu vegna yfirvofandi óveðurs.
„Við hvetjum alla sem eru í samskiptum við ferðafólk að tryggja öryggi og vellíðan viðskiptavina sinna. Við biðjum ykkur að grípa til fyrirbyggjandi aðgerða til að upplýsa og undirbúa ferðalanga, hvetja fólk til að halda kyrru fyrir og gera allt sem þið getið til að fólk sé ekki á ferðinni,“ segir í tilkynningu.
Vindaspáin á landinu kl. 18 í dag.
Kort/Veðurstofa Íslands
Þá eru tilgreind nokkur mikilvæg atriði sem þörf er á að upplýsa ferðamenn um:
- Upplýsið viðskiptavini um að spáð er miklum vindi og úrkomu og leggið áherslu á mögulega áhættu og nauðsyn varúðar.
- Ráðleggið viðskiptavinum að vera ekki á ferðinni.
- Bendið viðskiptavinum á að vegir séu víða lokaðir og biðjið þá að fylgjast reglulega með vef Vegagerðarinnar, Veðurstofu og fréttum innlendra miðla fyrir nýjustu veðurspár og aðstæður á vegum.
- Bjóðið fólki upp á aðstoð við að skipuleggja og breyta ferðaplönum sínum.
Ekkert ferðaveður er utandyra.
mbl.is/Kristinn Magnússon