„Engin vöfflulykt komin í húsið ennþá“

Ástráður Haraldsson segir viðræður í Karphúsinu enn geta farið á …
Ástráður Haraldsson segir viðræður í Karphúsinu enn geta farið á alla vegu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Samtölin eru enn í gangi og allir eru enn í húsi. En þetta getur ennþá farið á alla vegu.“

Þetta segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari í samtali við blaðamann mbl.is.

„Það er engin vöfflulykt komin í húsið ennþá,“ bætir hann við en hefð er fyrir því að samningsaðilar gæði sér á vöfflum um leið og samningar hafi verið undirritaðir.

Óljóst hversu lengi viðræður haldi áfram

Kjaraviðræður kennara, ríkis og sveitarfélaga héldu áfram í dag en fundur hófst rétt eftir hádegi og stendur enn yfir.

Jákvæð teikn hafa verið á lofti í dag og í gær en hart hefur verið tekist á í kjaradeilunni og hófust verkföll kennara víða um landið á mánudaginn.

Segir Ástráður það óljóst eins og er hvort viðræður haldi áfram fram á kvöld en það komi í ljós von bráðar.

„Við erum svona í einhverjum millihendingum og annað hvort gefur eða gefur ekki.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert