Mesta vindhviðan sem mældist í gær var 66,3 m/s á Gagnheiði, fjallstöð á Austurlandi í 950 metra hæð.
Á vef Veðurstofunnar kemur fram að óveðrið í gær hafi verið óvenjulegt að því leyti hversu víða hættulegur vindur mældist en hviður yfir 40 m/s hafi mælst á 77 stöðum.
Á láglendi var sterkasta hviðan 62,3 m/s við Hvaldalsá austan Lónsfjarðar. Aðrar sterkar hviður á láglendi voru 58,1 m/s á Stafá og 54,0 m/s á Vattarnesi.