Samningar hafa náðst á milli Landssambands slökkviliðs- og sjúkraflutningamanna (LSS) og sveitarfélaga.
Þetta upplýsir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari sem segir samninga hafa náðst í gær.
Boðað hafði verið til verkfalla þann 10. febrúar hjá slökkviliðs- og sjúkraflutningamönnum sem starfa hjá sveitarfélögum ef samningar myndu ekki nást.
LSS á þó enn í kjaradeilu við ríkið. Þar var gerður samningur sem síðar varð felldur og deilunni vísað til ríkissáttasemjara.
Segir Ástráður að einn fundur hafi verið haldinn á milli aðilanna í þeirri deilu. Þá er verið að undirbúa boð fyrir næsta fund.