Hafið er forútboð á vegum bandaríska sjóhersins um frekari uppbyggingu/endurnýjun mannvirkja á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli.
Eru það varnarmálaskrifstofa utanríkisráðuneytisins og varnarmálasvið Landhelgisgæslu Íslands sem nýverið vöktu athygli á þessu í útboðsauglýsingu.
Á útboðsvef bandaríska ríkisins er verkefnið auglýst undir heitinu „P-8A Operations Center Non-Secure Renovation, Keflavik, Iceland“ og hefur það útboðsnúmerið N3319125RF005. Hægt er að nálgast nánari lýsingu á fyrirhugaðri framkvæmd á útboðsvefnum og undir áðurnefndu númeri útboðs.
Þar kemur meðal annars fram að um sé að ræða endurnýjun á þremur stórum mannvirkjum sem tilheyra stjórnstöð kafbátaeftirlits bandaríska sjóhersins hér á landi, þ.e. byggingar númer 126, 127 og 128, en fermetrafjöldi þeirra er sagður vera um það bil fjögur þúsund.
Markmiðið með þessum endurbótum er sagt vera að styðja við fjölbreytt verkefni þeirra einstaklinga sem sendir verða til starfa á öryggissvæðinu á Keflavíkurflugvelli til skemmri eða lengri tíma.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðínu í dag