Páll Steingrímsson skipstjóri lenti fjórum sinnum í hjartastoppi sama daginn. Á sama tíma bjástruðu menn við að afrita gögn af síma hans. Það gerðist innan veggja RÚV.
Í nýjasta þætti Spursmála fer Páll yfir atburðarásina sem nærri dró hann til dauða en hann rekur einnig hina torsóttu leið sem hann hefur þurft að feta til þess að fá úr því skorið hverjir það voru sem brutust inn í símann og komu í kjölfarið gögnum úr innbrotinu á Þórð Snæ Júlíusson, þáverandi ritstjóra Kjarnans og Aðalstein Kjartansson, blaðamann á Stundinni.
Frásögn Páls er sláandi og ljóst að málið er ekki til lykta leitt í hans huga.
Þátturinn var sýndur hér á mbl.is fyrr í dag en upptöku af honum má nálgast í spilaranum hér að ofan, á Spotify og YouTube
Áður en Páll mætir til leiks fer Stefán Einar yfir fréttir vikunnar með þeim Ólöfu Skaftadóttur, stjórnanda hlaðvarpsins Komið gott, og Þorgrími Sigmundssyni, þingmanni Miðflokksins.
Þar er af mörgu að taka, meðal annars væringar innan borgarstjórnar og nú heyrist víða pískrað í hornum að verið sé að máta saman nýja meirihluta til þess að stýra borginni fram á vorið 2026 en þá verður að nýju gengið til sveitarstjórnarkosninga.
Fylgist með beittasta umræðuþætti landsins hér á mbl.is alla föstudaga klukkan 14.