Litlar líkur á að afbrigðið berist til landsins

Matvælastofnun segir afbrigði fuglaflensu er greinst hafa hér á landi …
Matvælastofnun segir afbrigði fuglaflensu er greinst hafa hér á landi óskylt því er greinst hefur í mjólkurkúm í Bandaríkjunum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Allar fuglaflensuveirur sem greinst hafa hér á landi á síðastliðnu ári hafa verið af afbrigðinu H5N5 og því óskyldar H5N1 afbrigðinu er greinst hefur í mjólkurkúm í Bandaríkjunum, að því er fram kemur í tilkynningu Matvælastofnunar.

Fáir farfuglar koma frá Norður-Ameríku til Íslands á vormánuðum og telur MAST því litlar líkur á að afbrigðið er greindist í Bandaríkjunum berist hingað til landsins, þótt ekki sé hægt að útiloka það.

Algengasta afbrigðið í Evrópu

Algengasta afbrigði fuglaflensu í Evrópu er H5N1 en það hefur greinst í mörgum tegundum villtra fugla, alifugla og villtra spendýra.

Líða fer að því að farfuglar snúi aftur til landsins og fylgir því hætta á að þeir beri með sér ný afbrigði af inflúensuveirum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert