Eftir stormasama daga er komið skaplegt veður á landinu og engar viðvaranir vegna óveðurs eru lengur í gildi.
Í dag verður suðlæg eða breytileg átt 10-10 m/s. Það verður snjókoma eða slydda í flestum landshlutum og hitinn verður um og yfir frostmarki. Vindur verður hægari í kvöld . Það verður úrkomuminna og það kólnar í veðri.
Á morgun verður vestlæg átt og él en styttir upp að mestu síðdegis. Frost verður á bilinu 0 til 5 stig.