Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segir flokkinn ekki munu taka þátt í að leiða Sjálfstæðisflokkinn til valda í borginni.
RÚV greindi frá.
Fyrir liggur að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, bauð Sjálfstæðisflokki, Viðreisn og Flokki fólksins til umræðu um myndun nýs meirihluta í gærkvöldi í kjölfar þess að hann sleit meirihlutasamstarfi Framsóknar við Samfylkingu, Pírata og Viðreisn.
Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í borginni, sagði í samtali við mbl.is fyrr í dag að ekki gefið að Einar yrði borgarstjóri áfram og að meirihlutamyndun væri gefin heldur væru allir einfaldlega komir aftur á byrjunarreit.
Líf Magneudóttir og Sanna Magdalena Mörtudóttir, borgarfulltrúar Vinstri grænna og Sósíalista, sendu frá sér sameiginlega yfirlýsingu í dag og sögðust tilbúnar til viðræðna um myndun nýs meirihluta við þá sem deila þeirra sýn í borgarmálunum.
Ekki hefur náðst í borgarfulltrúa Flokks fólksins, Helgu Þórðardóttur, né formanninn Ingu Sæland í dag þrátt fyrir tilraunir blaðamanna mbl.is.