Óskar atbeina Alþingis vegna byrlunar

Páll Steingrímsson skipstjóri telur að Alþingi Íslendinga þurfi að setja á fót rannsóknarnefnd til þess að fara í saumana á aðkomu Ríkisútvarpsins að hinu svokallaða byrlunarmáli. Málið hófst á vordögum 2021 þegar Páll var fluttur milli heims og helju á Landspítala og haldið í kjölfarið sofandi í öndunarvél sólarhringum saman.

Síminn dúkkaði upp hjá RÚV

Síðar kom í ljós að meðan líf hans hékk á bláþræði fór símtæki í hans eigu á flakk um borgarlandið og átti meðal annars viðkomu í Efstaleiti 1, þar sem höfuðstöðvar ríkismiðilsins eru til húsa. Síðar í sama mánuði tóku að birtast fréttir í fjölmiðlunum Kjarnanum og Stundinni sem byggðu á einkaskilaboðum úr farsíma Páls.

Páll er nýjasti gestur Spursmála á mbl.is og rekur þar málið allt frá því að hann hné niður við útidyrahurð nágranna síns á Akureyri og til dagsins í dag, þar sem engin efnisleg niðurstaða hefur fengist í það fyrir dómstólum hvað olli bráðaveikindum Páls, hvað olli því að sími hans fór á flakk og var afritaður og hverjir komu að því.

Páll Steingrímsson
Páll Steingrímsson

Fyrrum lögreglustjóri tengdur í málið

Í viðtalinu rekur Páll hins vegar atburðarásina og greinir frá upplýsingum sem bendla starfsmenn RÚV við málið og að þeir hafi afritað símann eftir að fyrrverandi eiginkona hans kom tækinu í Efstaleiti. Þá rekur hann hvernig þeir fjölmiðlamenn sem höfðu stöðu grunaðra í sakamálarannsókn sem af málinu leiddi, auk Stefáns Eiríkssonar, útvarpsstjóra og fyrrverandi lögreglustjóra í Reykjavík, töfðu rannsókn málsins, sem að lokum olli því að lögregla lét það niður falla.

Páll segist allt annað en sáttur við þessi málalok en hann segist einnig íhuga að höfða einkamál á hendur því fólki sem hann telur bera meginábyrgð í hinu svokallaða byrlunarmáli. Segir hann raunar að sér þyki það siðferðisleg skylda sín að halda málinu til streitu.

Umfjöllunina í heild sinni má lesa í sunnudagsblaði Morgunblaðsins.

Þá er viðtalið við Pál aðgengilegt í spilaranum hér að neðan:

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert