Starfsmaður skemmtistaðar grunaður um líkamsárás

Lögreglan rannsakar meinta líkamsárás starfsmanns skemmtistaðar.
Lögreglan rannsakar meinta líkamsárás starfsmanns skemmtistaðar. mbl.is/Ari

Lögreglan hafði afskipti af starfsmanni skemmtistaðar í miðborg Reykjavíkur sem grunaður er um líkamsárás. Málið er í rannsókn, að því er segir í dagbók lögreglu.

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu sinnti í gær handtöku vegna hnupls verkfæra af byggingarsvæði.

Í dagbók lögreglu segir að byggingarsvæðið hafi verið í umdæmi lögreglustöðvar 1, sem sinnir Austurbæ Reykjavíkur, miðbænum, Vesturbænum og Seltjarnarnesi. 

Innbrot í Breiðholti

Í umdæmi lögreglustöðvar 2, sem sinnir Hafnarfirði, Garðabæ og Álftanesi, voru fjórir handteknir vegna gruns um akstur undir áhrifum áfengis og/eða fíkniefna. Þeir voru látnir lausir að blóðsýnatöku lokinni. 

Tilkynnt var um innbrot í Breiðholtinu og um grunsamlegar mannaferðir í Árbænum. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka