Erfitt að lesa Morgunblaðið í gær

Salvör Nordal, umboðsmaður barna.
Salvör Nordal, umboðsmaður barna. mbl.is/Kristinn Magnússon

Salvör Nordal umboðsmaður barna segir að erfitt hafi verið að lesa umfjöllun Morgunblaðsins í gær, þar sem ljósi var varpað á viðvarandi ofbeldi sem börn í Breiðholtsskóla hafa mátt þola af hálfu hóps samnemenda sinna í nokkur ár.

„Það er hörmulegt til þess að vita að þetta sé búið að ganga svona í mörg ár. Þessi staða er mjög alvarleg. Það er grunnforsenda náms að börnum líði vel í skólanum og finni til öryggis,“ segir Salvör í samtali við Morgunblaðið í dag.

Hún segir að oft virðist sem það vanti leiðir til að bregðast við og taka á málum sem þessum innan skóla og jafnvel hjá sveitarfélögum líka. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert