Hringlaga hótel í botni Hvalfjarðar

Hótelið, sem er hringlaga byggingin á myndinni, verður skammt frá …
Hótelið, sem er hringlaga byggingin á myndinni, verður skammt frá gamla Botnsskála í Hvalfirði. Fossinn Glymur verður stutt frá hótelinu. Teikning/Architectuurstudio SKA

Erlendir aðilar hafa kynnt áform um uppbyggingu á hóteli og ferðaþjónustu fyrir botni Hvalfjarðar. Hyggjast þeir leggja áherslu á náttúruferðamennsku samhliða mikilli skógrækt.

Gert er ráð fyrir gistingu fyrir allt að 200 gesti á hóteli og í minni gestahúsum ásamt veitingarekstri, náttúruböðum, útivist og annarri ferðatengdri þjónustu.

Þessi ferðaþjónusta verður að Litla-Botnslandi 1 sem er um 12 hektara óbyggð jörð skammt inn af gamla Botnsskála. Heildarbyggingarmagn svæðisins verður allt að fimm þúsund fermetrar.

Tillaga um breytingu á aðalskipulagi vegna þessara áforma er nú í kynningu. Í henni kemur fram að auk hótels verði þar reist lítil gestahús, viðburðahús, starfsmannahús og gróðurhús. Þar verði einnig veitingarekstur og náttúruböð.

Tók Ísland fram yfir Panama

„Leitast verður við að halda í núverandi gróðurfar og styrkja birkiskóginn með útplöntun/ræktun. Áætlað er að allri uppbyggingu og frágangi svæðis verði lokið á innan við tveimur árum, eftir að framkvæmdir hefjast þar sem gert er ráð fyrir að byggingar verði fluttar á staðinn og settar þar saman. Byggingar verða að jafnaði á einni hæð og að hluta til niðurgrafnar til að draga úr hæð mannvirkja og ásýndar áhrifum,“ segir í tillögunni þar sem jafnframt kemur fram að til standi að planta að minnsta kosti tíu trjám fyrir hvert fellt tré við framkvæmdirnar.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert