Magn kviku komið yfir neðri mörkin

Frá Svartsengi.
Frá Svartsengi. mbl.is/Hörður Kristleifsson

Magn kviku sem hefur safnast undir Svartsengi hefur náð neðri mörkum þess rúmmáls sem talið er að þurfi til að koma af stað næsta kvikuhlaupi eða eldgosi.

Ef litið er til síðustu eldsumbrota á Sundhnúkagígaröðinni hefur tekið allt frá nokkrum dögum upp í fjórar vikur fyrir kviku að brjóta sér leið upp til yfirborðs frá því að neðri mörkunum er náð.

„ Þetta þýðir þó ekki að það sé öruggt að næsti atburður hefjist innan mánaðar, heldur sýnir reynslan að það sé líklegasta sviðsmyndin,“ segir í tilkynningu Veðurstofunnar.

Færslur á GPS-stöð á Svartsengissvæðinu frá 11. nóvember 2023.
Færslur á GPS-stöð á Svartsengissvæðinu frá 11. nóvember 2023. Graf/Veðurstofa Íslands

Óveðrið gæti hafa haft áhrif

Aðeins hefur dregið úr hraða landrissins í Svartsengi síðustu vikur.

Síðustu daga hefur jarðskjálftum fjölgað örlítið en þegar horft er á jarðskjálftavirkni frá síðasta gosi má sjá hæga aukningu síðan í lok janúar.

Í tilkynningunni segir þó að óveður í síðustu viku gæti hafa haft áhrif á næmni jarðskjálftamæla. Eru líkur á að minnstu skjálftarnir hafi ekki komið fram á mælum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert