Tvær flugvélar sem áttu að lenda á Akureyri í morgun þurftu að snúa til Keflavíkur sökum mikillar þoku og lélegs skyggnis í bænum.
Að sögn Guðjóns Helgasonar, upplýsingafulltrúa Isavia, var um að ræða EasyJet-flugvél sem var að koma frá Manchester og Transavia-flugvél sem var að koma frá Amsterdam.
Guðjón segir engar vélar hafa lent á vellinum í dag á meðan veðrið gekk yfir en segir hann veðrið nú vera að létta til. Því mun EasyJet-vélin muni fljúga frá Keflavík til Akureyrar seinna í dag.
Transavia-vélin mun þó ekki koma fyrr en á morgun sökum þess að búið er að útvega gistingu á hóteli fyrir farþega flugferðarinnar.
Þá er einnig von á annarri vél frá EasyJet til Akureyrar seinna í dag en hún kemur frá Gatwick í London.