Óbreyttri afstöðu mætt af fullri hörku

Viðræður við Norðurál og Elkem eru hjá sáttasemjara.
Viðræður við Norðurál og Elkem eru hjá sáttasemjara. mbl.isÁrni Sæberg

Kjaraviðræðum Verkalýðsfélags Akraness (VLFA) og fleiri stéttarfélaga starfsmanna í verksmiðjum Norðuráls og Elkem Ísland á Grundartanga hefur báðum verið vísað til ríkissáttasemjara.

Boðað er til fyrstu sáttafunda í báðum þessum kjaradeilum næstkomandi fimmtudag. Viðræðunum við Samtök atvinnulífsins og Norðurál var vísað 22. janúar og viðræðunum við SA og Elkem var vísað í sáttameðferð sl. föstudag.

Vilhjálmur Birgisson, formaður VLFA, hefur lýst því yfir að stéttarfélögin hafi verið tilbúin til að fara eftir þeirri launastefnu sem mörkuð var á almenna vinnumarkaðnum en forsvarsmenn Norðuráls og Elkem og Samtök atvinnulífsins, sem semja fyrir þeirra hönd, hafi ekki verið tilbúin til þess. Verði ekki breytingar þar á verði því mætt af fullri hörku.

„Það er skemmst frá því að segja að við höfum ekki náð að klára samninga þarna þrátt fyrir að þessum aðilum hafi staðið til boða að ganga frá kjarasamningum eins og gert var á hinum almenna vinnumarkaði og þar af leiðandi erum við komin í annan fasa,“ segir hann. 

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert