Oddvitar Samfylkingarinnar, Pírata, Sósíalista, Vinstri grænna og Flokks fólksins í borginni hafa fundað í dag á heimili Heiðu Bjargar Hilmisdóttur oddvita Samfylkingarinnar.
Helga Þórðardóttir, oddviti Flokks fólksins í Reykjavík, segist í samtali við mbl.is, í kjölfar samtalsins í dag, bíða eftir að ná sambandi við sitt bakland.
Gera á tilraun til að mynda nýjan meirihluta flokkanna fimm í kjölfar þess að Einar Þorsteinsson, borgarstjóri og oddviti Framsóknarflokksins, sleit meirihlutasamstarfinu í síðustu viku.
„Það eru bara allir að þreifa. Við erum bara að hittast. Það er ekkert meira að segja,“ segir Helga.