Leita undan ströndum Borgarness

Frá aðgerðum lögreglu og björgunarsveita í Brákarey á tólfta tímanum …
Frá aðgerðum lögreglu og björgunarsveita í Brákarey á tólfta tímanum í kvöld. mbl.is/Theodór Kr. Þórðarson

Björg­un­ar­sveit­ir af Vest­ur­landi leita nú í Borg­ar­f­irði und­an strönd­um Borg­ar­ness, nærri Grjótey.

Til­kynn­ing barst um klukk­an hálf­níu í kvöld, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Jóni Þór Víg­lunds­syni, upp­lýs­inga­full­trúa Lands­bjarg­ar.

Jón Þór kveðst ekki geta gefið upp­lýs­ing­ar um eðli til­kynn­ing­ar­inn­ar en seg­ir björg­un­ar­sveit­ir úr Borg­ar­nesi, Akra­nesi og Borg­ar­f­irði taka þátt í aðgerðinni sem er und­ir stjórn lög­reglu.

Björgunarsveitarmenn frá Björgunarsveitinni Brák og Björgunarfélagi Akraness á höfninni í …
Björg­un­ar­sveit­ar­menn frá Björg­un­ar­sveit­inni Brák og Björg­un­ar­fé­lagi Akra­ness á höfn­inni í Brákarey í Borg­ar­nesi þaðan sem þeir stýra leit­ar­dróna yfir Borg­ar­vogi. mbl.is/​Theo­dór Kr. Þórðar­son

Hugs­an­lega maður farið í sjó­inn

Seg­ir Jón Þór í sam­tali við mbl.is að meðal ann­ars sé not­ast við dróna við leit­ina. Sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is er talið hugs­an­legt að maður hafi farið í sjó­inn.

Aðspurður seg­ir Jón Þór að kafar­ar hafi ekki verið kallaðir út.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert