Vegagerðin býður út áætlunarflug

Beechcraft King Air 200-vél Norlandair á Bíldudalsvelli.
Beechcraft King Air 200-vél Norlandair á Bíldudalsvelli. mbl.is/Guðlaugur J. Albertsson

Vega­gerðin hef­ur ný­lega boðið út rekst­ur á áætl­un­ar­flugi á Íslandi. Um er að ræða sér­leyf­is­samn­inga á tveim­ur flug­leiðum.

Útboð Vega­gerðar­inn­ar nær til eft­ir­far­andi flug­leiða: Reykja­vík – Gjög­ur – Reykja­vík og Reykja­vík – Bíldu­dal­ur – Reykja­vík.

Stefnt er að samn­ings­tíma til þriggja ára, frá og með 16. nóv­em­ber 2025 til og með 15. nóv­em­ber 2028.

Mögu­leiki er á fram­leng­ingu tvisvar að lokn­um samn­ings­tíma, til eins árs í senn. Til­boðsfrest­ur er til 1. apríl næst­kom­andi. Útboðið er aug­lýst á Evr­ópska efna­hags­svæðinu.

Gjög­ur­flug­völl­ur er á Víga­nesi, aust­an við Gjög­ur í Árnes­hreppi á Strönd­um á Vest­fjörðum. Flug­fé­lagið Nor­landa­ir sinn­ir áætl­un­ar­flug­velli um völl­inn til og frá Reykja­vík. Að jafnaði er flogið tvisvar í viku og tek­ur flugið um 45 mín­út­ur.

Bíldu­dals­flug­völl­ur er um fimm kíló­metra suðaust­ur af Bíldu­dal í Vest­ur­byggð á Vest­fjörðum. Nor­landa­ir sinn­ir einnig áætl­un­ar­flugi á milli Bíldu­dals­flug­vall­ar og Reykja­vík­ur­flug­vall­ar.

Flogið er sex sinn­um í viku, alla daga nema laug­ar­daga, og tek­ur flugið um 40 mín­út­ur. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert