Egill ráðinn borgarleikhússtjóri

Egill Heiðar er nýr leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu.
Egill Heiðar er nýr leikhússtjóri í Borgarleikhúsinu. Ljósmynd/Aðsend

Eg­ill Heiðar Ant­on Páls­son hef­ur verið ráðinn leik­hús­stjóri Borg­ar­leik­húss­ins og mun taka form­lega við stöðunni í lok apríl. Tek­ur hann við stöðunni af Bryn­hildi Guðjóns­dótt­ur.

Í til­kynn­ingu frá Borg­ar­leik­hús­inu seg­ir að Eg­ill Heiðar sé í hópi fremstu leik­húslista­manna á Íslandi um þess­ar mund­ir og búi að víðtækri reynslu úr sviðslist­um á inn­lend­um sem er­lend­um vett­vangi.

Hann hef­ur 25 ára reynslu sem leik­stjóri, hef­ur leik­stýrt yfir 100 sýn­ing­um og starfað á öll­um Norður­lönd­un­um, í Þýskalandi og Ástr­al­íu.

Eg­ill Heiðar hef­ur sett upp og skrifað verk fyr­ir Kon­ung­lega leik­húsið í Kaup­manna­höfn, Borg­ar­leik­húsið í Stokk­hólmi, í Upp­söl­um og Gauta­borg, Schaubühne-leik­húsið í Berlín og Nati­onal Tea­ter Mann­heim, svo nokk­ur dæmi séu nefnd. Jafn­framt setti hann upp sýn­ing­arn­ar Hver er hrædd­ur við Virg­iniu Woolf og Himna­ríki og hel­víti í Borg­ar­leik­hús­inu sem báðar unnu til Grímu­verðlauna.

Eg­ill út­skrifaðist með gráðu í leik­list frá Leik­list­ar­skóla Íslands árið 1999 og lauk námi í leik­stjórn frá Danska leik­list­ar­há­skól­an­um árið 2002. Hann hef­ur starfað sem pró­fess­or og deild­ar­for­seti við Leik­list­ar­há­skól­ann Ernst Busch í Berlín, verið fast­ur kenn­ari við Danska leik­list­ar­há­skól­ann sem og Lista­há­skóla Íslands þar sem hann var jafn­framt fag­stjóri leik­ara­náms. Frá ár­inu 2020 hef­ur hann starfað sem leik­hús­stjóri Håloga­land-leik­húss­ins í Tromsø í Nor­egi.

„Það er mér mik­ill heiður að taka við svo mik­il­vægu starfi. Ég þakka traustið sem mér er sýnt,“ er haft eft­ir Agli Heiðari. 

„Það er ofboðslega mik­ill heiður að snúa heim eft­ir næst­um 25 ár er­lend­is og fá mögu­leik­ann á að leiða eins frá­bært leik­hús og Borg­ar­leik­húsið er. Borg­ar­leik­húsið und­ir stjórn Bryn­hild­ar Guðjóns­dótt­ur hef­ur sýnt fram á að það er hægt að skapa list fyr­ir breiðan hóp áhorf­enda. Hún hef­ur haldið fal­lega utan um starfs­fólk húss­ins og leitt leik­húsið í gegn­um heims­far­ald­ur. Ég tek auðmjúk­ur við kefl­inu og hlakka til að leiða elsta leik­hús lands­ins inn í bjarta framtíð. Borg­ar­leik­húsið, með því frá­bæra fólki sem þar vinn­ur í öll­um deild­um, hef­ur sýnt fram á að bók­staf­lega allt er hægt í leik­hús­inu. Það er þessi hóp­ur af bar­áttu­fólki sem ég hlakka til að vinna með. Borg­ar­leik­húsið er leik­hús allra og skal halda áfram að vera það. Full­ur eft­ir­vænt­ing­ar hlakka ég til að taka við kefl­inu af Bryn­hildi og vona svo inni­lega að við mun­um sjá sem flesta í leik­hús­inu okk­ar allra,“ er enn frem­ur haft eft­ir hon­um.

Stjórn Leik­fé­lags Reykja­vík­ur fagn­ar ráðningu Eg­ils Heiðars og býður hann vel­kom­inn til for­ystu í Borg­ar­leik­hús­inu.

„Það er mikið happ fyr­ir Borg­ar­leik­húsið að fá Egil til starfa,“ er haft eft­ir Eggerti Bene­dikt Guðmunds­syni stjórn­ar­for­manni LR. 

„Fjölþjóðleg reynsla hans sem listamaður, kenn­ari og stjórn­andi mun reyn­ast dýr­mæt og hjálpa okk­ur að halda áfram að þrosk­ast og dafna. Eg­ill tek­ur við góðu búi af Bryn­hildi og á sama tíma og við þökk­um henni fyr­ir af­skap­lega vel unn­in störf und­an­far­in fimm ár hlökk­um við til áfram­hald­andi sam­starfs við hana sem leik­stjóra,“ er einnig haft eft­ir hon­um.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert