Svört skýrsla: Brotið gegn réttindum barna

Umboðsmaður Alþingis gerði úttekt á fangaklefunum á Flatahrauni sem nýttir …
Umboðsmaður Alþingis gerði úttekt á fangaklefunum á Flatahrauni sem nýttir hafa verið til neyðarvistunar fyrir börn. Samsett mynd

Brotið er gegn rétt­ind­um barna sem vistuð hafa verið í fanga­geymsl­um á Flata­hrauni og úrræðið hent­ar ekki sem vist­un­arstaður fyr­ir börn. Þetta er meðal þeirra niðurstaðna sem Umboðsmaður Alþing­is kemst að í ný­út­gef­inni skýrslu um úrræðið.

Umboðsmaður heim­sótti úrræðið á grund­velli OPCAT-eft­ir­lits, sem ætlað er að hindra pynd­ing­ar eða aðra grimmi­lega, ómann­lega eða van­v­irðandi meðferð eða refs­ingu á stöðum þar sem frels­is­svipt­ir dvelja. Heim­sókn­in fór fram 12. des­em­ber 2024.

„Það er niðurstaða umboðsmanns að þegar virt er um­hverfi og aðbúnaður úrræðis­ins í heild sinni, tak­mark­an­ir á rétt­ind­um barn­anna sem af vist­un­inni geta leitt og viðkvæm staða þeirra að öðru leyti verði ekki hjá því kom­ist að líta svo á að Flata­hraun sé ekki viðeig­andi vist­un­arstaður fyr­ir börn. Til­mæl­um um að end­ur­skoða þá til­hög­un að vista börn í fanga­geymslu á Flata­hrauni er beint til Barna- og fjöl­skyldu­stofu og mennta- og barna­málaráðherra,“ seg­ir orðrétt í skýrsl­unni.

Umboðsmaður barna fjallaði um skýrsl­una í dag og seg­ir skýrsl­una varpa ljósi á það að með rekstri úrræðis­ins sé gróf­lega brotið gegn rétt­ind­um barna. 

25 vist­an­ir skráðar

Fram kem­ur í skýrsl­unni að alls hafi 25 vist­an­ir barna verið skráðar á Flata­hrauni frá 8. nóv­em­ber 2024 til 4. fe­brú­ar 2025. Börn­in voru á aldr­in­um 13 til 17 ára og dvöldu þar frá hálf­um sól­ar­hring upp í sex daga. Neyðar­vist­un barna á lög­reglu­stöðinni á Flata­hrauni hófst í nóv­em­ber 2024 eft­ir bruna í hús­næði Stuðla.

mbl.is hef­ur áður fjallað um að fanga­geymsl­urn­ar hafi verið nýtt­ar til að vista börn og þann aðbúnað sem börn búa við sem sæta vist­un þar. Til stend­ur að loka úrræðinu fyr­ir 21. mars.

Í skýrsl­unni seg­ir að aðbúnaður sé óviðun­andi fyr­ir börn þar sem um er að ræða hefðbundna fanga­geymslu. Eng­ir glugg­ar, klukk­ur eða spegl­ar eru í klef­un­um og svefn- og hrein­lætisaðstaða er kulda­leg.

Börn vistuð í ein­angr­un í reynd

Þá seg­ir enn frem­ur að sum börn hafi verið vistuð í ein­angr­un í reynd, án þess að slík vist­un væri form­lega skráð sem þving­un­ar­ráðstöf­un. Þetta vek­ur áhyggj­ur umboðsmanns Alþing­is um að vist­un­in kunni að brjóta í bága við rétt­indi barna sam­kvæmt alþjóðleg­um samn­ing­um.

Þá kemst umboðsmaður að þeirri niður­stöðu að börn­in sem vistuð voru á Flata­hrauni hafi haft lítið fyr­ir stafni og að eng­in skipu­lögð dag­skrá eða virkni hafi verið í boði. Eng­in aðstaða var fyr­ir úti­veru, og þegar sjón­varp bilaði á staðnum höfðu börn lítið annað að gera en að sitja inni­lokuð í klef­un­um sín­um.

Þá voru sam­skipti barna tak­mörkuð, bæði við starfs­fólk og jafn­aldra. Börn fá ekki heim­sókn­ir og mörg voru vistuð þar ein án sam­neyt­is við önn­ur börn.

Ítar­legri lík­ams­leit

Umboðsmaður finn­ur einnig að því að börn hafi ekki fengið nægi­leg­ar upp­lýs­ing­ar um rétt­indi sín við vist­un. Flest þeirra sem rætt var við höfðu ekki fengið kynn­ingu á úrræðinu, rétt­ind­um sín­um eða hvernig þau gætu kvartað.

Lík­ams­leit á börn­um var fram­kvæmd á ít­ar­legri hátt en áður, þar sem börn­in voru í sum­um til­fell­um beðin um að af­klæðast öll­um fatnaði nema nær­föt­um. Umboðsmaður árétt­ar að slík inn­grip þurfi að vera skýr­lega heim­iluð í lög­um og aðeins fram­kvæmd þegar brýn nauðsyn kref­ur.

Mynda­véla­eft­ir­lit var viðhaft í tveim­ur klef­um og al­menn­um rým­um, án þess að merk­ing­ar væru til staðar eða börn­um væri skýrt frá því hvernig eft­ir­litið væri fram­kvæmt.

Stjórn­völd skuli tryggja viðeig­andi úrræði

Í skýrsl­unni kall­ar umboðsmaður eft­ir því að stjórn­völd tryggi viðeig­andi úrræði fyr­ir börn sem þurfa neyðar­vist­un í sam­ræmi við barna­vernd­ar­lög og alþjóðleg viðmið.

Legg­ur umboðsmaður til að bæta um­hverfi, tryggja skýr­ari regl­ur um sam­skipti og upp­lýs­inga­gjöf og koma á viðeig­andi eft­ir­liti með rétt­ind­um barn­anna.

Sam­kvæmt alþjóðleg­um barna­rétt­ar­samn­ing­um og viðmiðum á ekki að vista börn í fanga­geymsl­um og kall­ar umboðsmaður eft­ir því að stjórn­völd vinni að lang­tíma­lausn í mál­efn­um neyðar­vist­un­ar barna.

Sem áður seg­ir hef­ur umboðsmaður barna fjallað um skýrsl­una á vef sín­um. Í ljósi skýrsl­unn­ar ít­rek­ar umboðsmaður barna enn frek­ar þá af­stöðu sína að mennta- og barna­málaráðherra grípi til taf­ar­lausra ráðstaf­ana til þess að þessu úrræði fyr­ir börn verði lokað. 

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert