„Gríðarlegar breytingar á öryggismálum“

Daði Már Kristóferrsson fjármála- og efnahagsráðherra.
Daði Már Kristóferrsson fjármála- og efnahagsráðherra. mbl.is/Karítas

„Vinn­an er ein­fald­lega bara í gangi. En það er al­veg ljóst að það eru að verða gríðarleg­ar breyt­ing­ar á ör­ygg­is­mál­um í okk­ar heims­hluta,“ seg­ir Daði Már Kristó­fers­son, fjár­mála- og efna­hags­ráðherra, um út­gjöld til varn­artengdra mála.

Ráðherr­ann vinn­ur nú að fjár­mála­áætl­un þar sem t.a.m. verður kynnt hve mikl­ar fjár­hæðir ís­lenska ríkið mun setja í varn­ar­mál.

Nán­ari upp­lýs­ing­ar fyr­ir ára­mót

Í sam­tali við mbl.is seg­ir Daði en eng­ar upp­hæðir liggi fyr­ir á þess­um tíma­punkti varðandi varn­artengd út­gjöld. Vinn­an sé ein­fald­lega í gangi.

Varðandi end­an­lega út­færslu seg­ir hann blaðamann mbl.is ein­fald­lega þurfa að bíða, rétt eins og aðrir, eft­ir að fjár­mála­áætl­un verði lögð fram.

Veistu hvenær þetta ligg­ur fyr­ir, er hægt að segja til um ein­hvern tím­aramma?

„Fyr­ir mánaðamót.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert