Hættu leit á miðnætti - Rekald fannst

Frá aðgerðum björgunarsveita í Brákarey í gærkvöld.
Frá aðgerðum björgunarsveita í Brákarey í gærkvöld. mbl.is/​Theo­dór Kr. Þórðar­son

Björg­un­ar­sveit­ir á Vest­ur­landi sem kallaðar voru út í gær­kvöld til leit­ar í Borg­ar­f­irði und­an strönd­um Borg­ar­ness, nærri Grjótey, hættu leit um miðnætti.

Þetta seg­ir Jón Þór Víg­lunds­son, upp­lýs­inga­full­trúi Lands­bjarg­ar við mbl.is. Til­kynn­ing barst um klukk­an hálf níu í gær­kvöld en sam­kvæmt heim­ild­um mbl.is var talið hugs­an­legt að maður hafi farið í sjó­inn.

Jón Þór seg­ir að rekald, ein­hvers kon­ar belg­ur, hafi fund­ist í fjör­unni á leit­arstaðnum og mögu­lega út­skýri það málið en það sé á borði lög­regl­unn­ar sem muni end­ur­meta stöðuna með morgn­in­um.

„Okk­ar fólk verður ekki kallað út aft­ur nema eitt­hvað nýtt ger­ist,“ seg­ir Jón Þór, sem seg­ist ekki vera kunn­ugt um að ein­hvers sé saknað á svæðinu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert