Íhuga gæsluvarðhald yfir fjórðu manneskjunni

Jón Gunnar Þórhallsson
Jón Gunnar Þórhallsson mbl.is/Sigmundur Sigurgeirsson

„Við erum með þrjá í gæslu­v­arðhaldi og einn í varðhaldi. Þetta eru þeir sem eru með stöðu sak­born­ings í mál­inu. Hvort að það séu fleiri get ég ekki farið í á þess­ari stundu. En við erum enn að meta það hvort óskað verði eft­ir því (gæslu­v­arðhaldi),“ seg­ir Jón Gunn­ar Þór­halls­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á Suður­landi í tengsl­um við rann­sókn á mann­dráps­máli.

Maður á sjö­tugs­aldri lést en hann fannst þungt hald­inn í Gufu­nesi á þriðju­dag­kvöld. Hann hafði sætt bar­smíðum og lést á sjúkra­húsi.

Í heild hafa níu verið hand­tekn­ir vegna máls­ins en fimm var sleppt eft­ir skýrslu­töku. Jón Gunn­ar tjá­ir sig ekki um rétt­ar­stöðu þeirra sem var sleppt að henni lok­inni.

Að sögn hans hef­ur lög­regla fengið tals­vert af mynd­efni frá fyr­ir­tækj­um og al­menn­ingi. Lög­regla fór sjálf á ákveðnar staðsetn­ing­ar til þess að fá mynd­efni.

„Öku­tæki og heim­ili eru með mynda­vél­ar og ef við sjá­um eitt­hvað sem gæti nýst þá at­hug­um við það,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

Gef­ur ekki upp kyn 

Spurður þá gef­ur Jón Gunn­ar ekki upp kyn fjórðu mann­eskj­unn­ar sem var hand­tek­in í gær. Tveir karl­menn, 18 og 34 ára, í gæslu­v­arðhaldi og kona á 37. ald­ursári.

Aðspurður tjá­ir Jón Gunn­ar sig ekki um það hvort þau hafi á ein­hverj­um tíma­punkti verið í bíl með meintu fórn­ar­lambi í mál­inu. Þá tjá­ir hann sig ekki um það hvort hinn látni hafi verið miðpunkt­ur­inn í ein­hvers kon­ar tál­beituaðgerð.

„Það er eitt­hvað sem ég get ekki tjáð mig um. Við erum að rann­saka meinta frels­is­svipt­ingu, fjár­kúg­un og mann­dráp. En hvers eðlis mála­vext­ir eru för­um við ekki nán­ar út í,“ seg­ir Jón Gunn­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert