Krefjast gæsluvarðhalds yfir fimmta manninum

Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel og …
Í tilkynningu lögreglu segir að rannsókn málsins miði vel og haldi áfram af fullum þunga en vegna rannsóknarhagsmuna sé ekki unnt að veita nánari upplýsingar um málið að svo stöddu. Samsett mynd/mbl.is/Eggert/Sigurður Bogi

Héraðsdóm­ur Suður­lands féllst á kröfu lög­reglu­stjór­ans á Suður­landi í dag um að konu yrði gert að sæta gæslu­v­arðhaldi í eina viku vegna rann­sókn­ar á máli sem varðar frels­is­svipt­ingu, fjár­kúg­un og mann­dráp. Alls sæta fjór­ir gæslu­v­arðhaldi vegna rann­sókn­ar máls­ins, tveir karl­ar og tvær kon­ur.

Síðar í kvöld mun sá fimmti verða leidd­ur fyr­ir dóm­ara, karl­maður sem hand­tek­inn var í gær­kvöldi. Fer lög­regl­an fram á að hann verði úr­sk­urðaður í gæslu­v­arðhald.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá lög­regl­unni á Suður­landi.

Lands­rétt­ur staðfest­ir kærða úr­sk­urði

Lands­rétt­ur staðfesti fyrr í dag gæslu­v­arðhalds­úrsk­urð Héraðsdóms Suður­lands frá því á miðviku­dag yfir þeim tveim­ur sem kærðu úr­sk­urðina til Lands­rétt­ar.

Í til­kynn­ingu lög­reglu seg­ir að rann­sókn máls­ins miði vel og haldi áfram af full­um þunga en vegna rann­sókn­ar­hags­muna sé ekki unnt að veita nán­ari upp­lýs­ing­ar um málið að svo stöddu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert