Ríkisstjórn og ráðherra geri grein fyrir ummælunum

Áslaug Arna segir Ásthildi Lóu ráðast með gríðarlega ómálefnalegum og …
Áslaug Arna segir Ásthildi Lóu ráðast með gríðarlega ómálefnalegum og alvarlegum hætti að dómskerfinu. Samsett mynd/mbl.is/Ólafur Árdal/Eggert

Áslaug Arna Sig­ur­björns­dótt­ir, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks­ins og fyrr­ver­andi ráðherra, seg­ir í sam­tali við mbl.is, það vera á rík­is­stjórn­inni og Ásthildi Lóu að gera grein fyr­ir um­mæl­um henn­ar um ís­lenska dóm­stóla.

„Og hvað þau þýða því um er að ræða al­var­lega aðför að sjálf­stæði dóm­stóla,“ seg­ir Áslaug Arna.

Yf­ir­lýs­ing­in gref­ur al­var­lega und­an trausti al­menn­ings á rétt­ar­kerf­inu að mati Áslaug­ar og er því sér­stak­lega al­var­leg að henn­ar mati kom­andi frá ráðherra.

Seg­ir hún það auðvitað vera sér­stakt að ráðherra í rík­is­stjórn Íslands sé í mikl­um deil­um og mála­ferl­um við ís­lenska ríkið en stein­inn hafi tekið úr þegar viðbrögð ráðherr­ans við dómsniður­stöðunni komu með þeim hætti sem raun bar vitni. Það sé öllu al­var­legra.

Ómál­efna­legt og al­var­legt

„Eins og ég skrifaði í færslu minni er auðvitað ekk­ert at­huga­vert við það að fólk sé stund­um ósátt við ein­staka niður­stöður dóm­stóla eða telji þær rang­ar en þá er mik­il­vægt að benda á rök eða laga­grund­völl,“ seg­ir Áslaug.

Það seg­ir hún ráðherr­ann ekki gera held­ur ráðast með gríðarlega ómál­efna­leg­um og al­var­leg­um hætti að dóms­kerf­inu.

Vegi að grunnstoðum lýðræðis

„Því hlýt­ur síðan að vera velt upp hvað þessi ráðherra vill sjá að þessi rík­is­stjórn geri til að tryggja rétt­læti í dóms­kerf­inu sem hún tel­ur ekki vera til staðar.

Það hljóta all­ir að sjá að þarna hef­ur verið gengið allt of langt og al­gjör­lega óboðlegt að ráðherra tali með þess­um hætti í ís­lensku lýðræðis­sam­fé­lagi.

Það er mjög óá­byrgt og hættu­legt að ráðherra ráðist svona á sjálf­stæði dóm­stóla og sýni þannig bæði al­menna lít­ilsvirðingu og vegi að grunnstoðum lýðræðis og trú­verðug­leika,“ seg­ir Áslaug Arna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert