Eins og að vera með „hýenuhvolpa sem gjamma“

Gunnar Smári líkti þeim Karli Héðin og Trausta Breiðfjörð við …
Gunnar Smári líkti þeim Karli Héðin og Trausta Breiðfjörð við „gjammandi hýenuhvolpa“ í þætti á Samstöðinni í dag er nefnist Synir Egils. Samsett mynd

Trausti Breiðfjörð Magnús­son, fyrr­ver­andi borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins, seg­ir Gunn­ar Smára Eg­ils­son varpa fram dylgj­um og rang­færsl­um um sig og æsku sína. Gunn­ar lét þau orð falla í dag að „ung­herr­ar“ í flokkn­um hefðu ef­laust verið særðir af einelti í upp­eldi sínu.

Gunn­ar Smári er formaður fram­kvæmd­ar­stjórn­ar flokks­ins og var ný­lega sakaður um m.a. of­ríki og and­legt of­beldi af Karli Héðni Kristjáns­syni, for­seta Roða, ungliðadeild­ar flokks­ins, sem sagði sig sömu­leiðis úr kosn­inga­stjórn flokks­ins.

Einnig hef­ur Unn­ur Rán Reyn­is­dótt­ir, odd­viti flokks­ins í Suður­kjör­dæmi, sagt sig úr vara­for­mennsku kosn­inga­stjórn­ar og lýst yfir stuðningi við Karl Héðin.

Ganga um mjög viðkvæm­ir

Á fimmtu­dag greindi Trausti frá því að fram­koma Gunn­ars Smára hafi haft áhrif á ákvörðun sína í sept­em­ber að segja af sér sem borg­ar­full­trúi Sósí­al­ista­flokks­ins.

Gunn­ar Smári fór yfir umræðu síðustu daga í þætt­in­um Syn­ir Eg­ils á Sam­stöðinni í dag.

Þar virðist Gunn­ar vísa til þeirra Trausta og Karls Héðins þegar hann tal­ar um „ung­herra“ sem hafi verið særðir af einelti í upp­eldi og gangi því um mjög viðkvæm­ir.

Trausti skrif­ar á Face­book að Gunn­ar Smári fari með „fag­mann­lega spunn­ar dylgj­ur um mig og mína æsku“. Auk birt­ir hann mynd­skeið af um­mæl­um Gunn­ars.

Þar seg­ist Gunn­ari Smára einnig liðið eins og hann hafi verið „hýenu­hvolpa sem að gjamma“ í kring­um sig þegar gagn­rýni fór að ber­ast frá Trausta og Karli, en seg­ir Gunn­ar að not­ast hafi verið þá við orðfæri sem væru úr mjög al­var­leg­um of­beld­is­mál­um gegn kon­um.

Trausti skrif­ar enn frem­ur að „[Gunn­ar] seg­ist ekki hafa verið í mikl­um sam­skipt­um við mig en full­yrðir að hann þekki mína æsku­sögu. Seg­ir að ég sé „særður af einelti í upp­eldi“, sé viðkvæm­ur eft­ir þau áföll. Útvarp­ar þessu fyr­ir fram­an alla alþjóð.“

„Hvaða Twilig­ht Zone erum við eig­in­lega kom­in í?“

„Þetta er auðvitað besta leiðin til að jarða ásak­an­ir um einelti, með því að upp­nefna fólk og líkja því við hrææt­ur. Gam­an að sjá hversu vel það geng­ur að sanna frá­sögn mína um það hvernig „sam­skipti“ eru stunduð á þess­um bæ,“ seg­ir enn frem­ur í færslu Trausta.

„Ofan á þetta tal­ar meist­ar­inn sjálf­ur um að fólk sem lendi í einelti geti ekki kallað sig þolend­ur. Það sé ein­hvers kon­ar sví­v­irða gagn­vart bar­áttu kvenna gegn of­beldi. Það er eig­in­lega súrraelískt að vera kom­inn í ein­hverja at­b­urðarás eins og þessa, þar sem maður er sakaður um karlrembu fyr­ir að greina frá einelti og and­legu of­beldi. Að Gunn­ar Smári sé fórn­ar­lamb karlrembu minn­ar. Hvaða Twilig­ht Zone erum við eig­in­lega kom­in í?“

Hér má horfa á þátt­inn Syn­ir Eg­ils frá í dag. Umræðan sem frétt­in vís­ar til byrj­ar á mín­útu 29:35. Færslu Trausta má sjá hér að neðan. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert