Flytja úr Reykjavík vegna skólans

„Ef hún heldur áfram í þessum skóla þá mun hún …
„Ef hún heldur áfram í þessum skóla þá mun hún bara dragast endalaust aftur úr. Ég get ekki leyft því að gerast,“ segir móðirin. mbl.is/Karítas

Móðir stúlku á miðstigi í Breiðholts­skóla seg­ir sárt að þurfa að flytja úr hverf­inu sem dótt­ir henn­ar hef­ur al­ist upp í en það sé þó nauðsyn­legt þar sem stúlk­an sé ekki að fá mennt­un við hæfi.

Er fjöl­skyld­an nú búin að selja eign­ina í Breiðholti og kaupa nýja í öðru sveit­ar­fé­lagi á höfuðborg­ar­svæðinu.

Fjöl­skyld­an hef­ur búið í hverf­inu við Breiðholts­skóla í mörg ár og unað sér vel. Stúlk­unni lík­ar al­mennt vel í skól­an­um og hef­ur ekki þurft að þola of­beldið þar, sem hef­ur verið til um­fjöll­un­ar.

Móðirin, sem vill ekki koma fram und­ir nafni, seg­ir erfitt að rífa dótt­ur sína upp með rót­um og að hún þurfi að fara í burtu frá vin­um sín­um. „En mennt­un­in verður að hafa for­gang,“ seg­ir hún.

„Ef hún held­ur áfram í þess­um skóla þá mun hún bara drag­ast enda­laust aft­ur úr. Ég get ekki leyft því að ger­ast.“

Seg­ist hún hafa heyrt af því að fleiri for­eldr­ar vilji yf­ir­gefa hverfið vegna ástands­ins þar, og vís­ar hún þá einnig til of­beld­is- og eineltis­vanda sem hef­ur þrif­ist í skól­an­um. Morg­un­blaðið og mbl.is hafa rætt við for­eldra sem hafa neyðst til að láta börn­in sín skipta um skóla vegna þessa.

Námið í klessu

„Aðalástæðan fyr­ir því að við erum á för­um er að námið er í klessu. Við höf­um horft á henn­ar ár­ang­ur fara niður. Hún er eft­ir á í nán­ast öll­um fög­um,“ seg­ir móðirin.

Stúlk­unni gekk vel fyrstu árin í skóla en það var ekki fyrr en hún var rétt ókom­in á miðstigið sem náms­ár­ang­ur­inn tók að dala. Var það um það leyti er ann­ar kenn­ar­inn sem kenndi ár­gangn­um fór í veik­inda­leyfi. Var þá aðeins einn kenn­ari eft­ir til að kenna tveim­ur bekkj­um ár­gangs­ins.

Móðirin seg­ir kenn­ar­ann hafa gert sitt besta í þess­um aðstæðum og að ástandið hafi ekki verið hon­um að kenna.

Dótt­ir­in hafi þó ekki fengið þá mennt­un sem hún þurfti.

„Þetta er stelpa sem stóð sig rosa­lega vel í öllu í fyrsta, öðrum og þriðja bekk, var metnaðarfull og áhuga­söm. Svo allt í einu er hún búin að drag­ast svaka­lega aft­ur úr. Hún átti að fá auka­kennslu, en það tók um eitt og hálft ár að fá það í gegn, áhug­inn dvínaði og metnaður­inn sömu­leiðis.“

For­eldr­arn­ir biðu eft­ir því hvort ástandið myndi batna þegar stúlk­an fór yfir á miðstig. Ástandið varð þó litlu skárra en ann­ar af tveim­ur kenn­ur­um ár­gangs­ins varð að taka við öðrum ár­gangi í skól­an­um eft­ir að ann­ar kenn­ari fór í veik­inda­leyfi.

„Aft­ur ger­ist það að ár­gang­ur­inn er bara með einn kenn­ara. Þá hugsuðum við að þetta væri ekki al­veg að gera sig. Við kom­um okk­ur héðan,“ seg­ir móðirin.

„Ég hef ekki áhuga á því að hafa barnið mitt í skóla í Reykja­vík. Það virðist vera rosa­lega mik­il þögg­un­ar­menn­ing og aldrei gert neitt í neinu og for­eldr­ar illa upp­lýst­ir. Ég hafði sam­band við einka­skól­ana í fyrra en það var allt fullt þar. Þetta var bara eina leiðin.“

Lítið um stuðning við kenn­ara

Móðirin ít­rek­ar að hún telji að kenn­ar­ar séu að reyna að gera sitt besta. Hún tel­ur þó lítið um stuðning við þá í kennslu­stof­um.

Í Breiðholt­inu er hlut­fall inn­flytj­enda einnig hátt og því þyrfti meiri stuðning til að taka á móti þeim börn­um sem ekki tala ís­lensku. Eins og mbl.is hef­ur greint frá hafa sum börn með er­lend­an bak­grunn í Breiðholti verið á biðlista eft­ir því að kom­ast að í ís­lensku­kennslu í ís­lensku­ver­um.

Móðirin seg­ir ástandið hvorki gott fyr­ir börn­in sem fá ekki að læra ís­lensku né ís­lensku börn­in sem tala ensku við sam­nem­end­ur sína.

Hún seg­ist þó þakk­lát fyr­ir það að dótt­ir henn­ar hafi fengið að kynn­ast mörg­um börn­um af ólíku þjóðerni í Breiðholts­skóla og lært umb­urðarlyndi og kynnst öðrum menn­ing­ar­heim­um.

„En hún er ekki að fá góða mennt­un. Hún er langt eft­ir á í stærðfræði og svo er enska mikið töluð í skól­an­um. Hún er far­in að tala ensku – sem er gott, en ekki ef það er all­an dag­inn.“

Nán­ari um­fjöll­un í Morg­un­blaðinu í dag.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert