Kannski tilefni til að endurskoða heimildir

Ráðherra segir að í svona málum sé kannski tilefni til …
Ráðherra segir að í svona málum sé kannski tilefni til að endurskoða heimildir. Samsett mynd

Mennta- og barna­málaráðherra seg­ir ráðuneytið hafa unnið eins mikið og mögu­legt er að úr­lausn of­beld­is­mála í Breiðholts­skóla, sem Morg­un­blaðið og mbl.is hafa fjallað mikið um. Ráðuneytið hafi verið í sam­skipt­um við Reykja­vík­ur­borg og land­steymi á veg­um Miðstöðvar mennt­un­ar og skólaþjón­ustu. Það væri þó kannski til­efni til þess í svona mál­um að end­ur­skoða heim­ild­ir.

Þetta kom fram í svari Ásthild­ar Lóu Þórs­dótt­ur, mennta- og barna­málaráðherra, við fyr­ir­spurn Bryn­dís­ar Har­alds­dótt­ur, þing­manns Sjálf­stæðis­flokks­ins, um aðkomu ráðuneyt­is­ins að mál­efn­um Breiðholts­skóla. 

Börn sem koma úr skelfi­leg­um aðstæðum

Spurði Bryn­dís meðal ann­ars hvernig ráðherra hefði beitt sér og hvort fagráð ráðuneyt­is­ins hefði komið að mál­inu.

„En grunn­skól­arn­ir eru nátt­úr­lega á ábyrgð sveit­ar­fé­lag­anna, það er bara þannig, og þar er líka búið að vera að vinna mikið í þessu. En þessi mál eru gríðarlega flók­in. Það er bara ofboðslega erfitt að eiga við þetta. Þarna eru börn sem eru oft brot­in og koma oft úr skelfi­leg­um aðstæðum, án þess að ég geti tjáð mig neitt sér­stak­lega um þetta,“ sagði Ásthild­ur meðal ann­ars í svari sínu.

Sagði hún að horfa þyrfti á þessi mál í heild. Þarna væri um að ræða börn sem glímdu við mikla erfiðleika og að börn sem brytu af sér ættu líka sín rétt­indi.

Annað úrræði þyrfti að taka við 

Bryn­dís benti á að heim­ilt væri að víkja nem­anda ótíma­bundið úr skóla ef brot hans væru mjög al­var­leg, hann hefði valdið öðrum skaða eða eigna­tjóni.

Þá spurði Bryn­dís hvort ráðherra teldi heim­ild­ir skóla­yf­ir­valda í of­beld­is­mál­um ekki duga og vísaði til orða ráðherra frá því í fe­brú­ar þar sem hún sagðist ætla að skoða hvað hægt væri að gera og hvar heim­ild­ir ráðherra lægju.

Ásthild­ur sagði að skóla­skylda væri á Íslandi og að ef barni væri vísað úr skóla þyrfti eitt­hvað annað úrræði að taka við. Það væri hins veg­ar ekki um auðugan garð að gresja þar.

„Svo er það að þegar við erum í svona mál­um þá er kannski alltaf til­efni til að end­ur­skoða heim­ild­ir. En það eru þeir sem standa þessu nær og eru nær mál­inu sem sinna þessu frek­ar held­ur en ráðuneytið sjálft, þó að það sé til­búið og sé til ráðgjaf­ar og sé að koma að mál­um með ein­hverj­um hætti.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert