Kartöfluuppskeran ekki verið minni síðan 1993

Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn.
Kartöfluuppskera árið 2024 var 5.514 tonn. mbl.is/Shutterstock

Kart­öflu­upp­skera síðasta árs nam 5.514 tonn­um og hef­ur ekki verið minni í rúma þrjá ára­tugi, eða frá ár­inu 1993.

Þá var heild­ar­upp­skera korns í land­inu á síðasta ári 5.100 tonn. Er það minnsta upp­skera frá ár­inu 2018.

Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu Hag­stof­unn­ar um land­búnað.

Upp­skera dróst sam­an

Upp­skera síðasta árs en minni í nán­ast öll­um flokk­um ef borið er sam­an við upp­skeru árs­ins 2023. Und­an­tekn­ing­arn­ar eru tóm­at­ar, rauðkál og paprika.

Sal­at er að mestu leyti fram­leitt í yl­rækt og nam heild­ar­upp­skera þess 553 tonn­um sem er 6% sam­drátt­ur frá ár­inu 2023. Þrátt fyr­ir það var þetta þriðja mesta sal­atupp­skera sem mælst hef­ur.

Þá var gul­róta­upp­sker­an 481 tonn sem er minnsta upp­skera í ell­efu ár. Var hún 53% minni en árið 2023.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert