Spennan magnast undir Sundhnúkagígaröðinni

Kvikumagn undir Sundhnúkagígaröðinni hefur aldrei verið meira og gert er …
Kvikumagn undir Sundhnúkagígaröðinni hefur aldrei verið meira og gert er ráð fyrir afar skömmum fyrirvara á undan næsta gosi. Síðast var fyrirvarinn ekki nema um hálftími. mbl.is/Árni Sæberg

Vís­inda­menn Veður­stof­unn­ar bíða enn eft­ir því að sjá for­boða eld­goss á mæl­um sín­um en skjálfta­virkni hef­ur auk­ist síðustu daga sem bend­ir til þess að þrýst­ing­ur á gosstöðvun­um sé að aukast.

Samt hef­ur skjálfta­virkni við Sund­hnúkagígaröðina verið afar lít­il í dag. Aðeins einn skjálfti hef­ur mælst við kviku­gang­inn síðustu rúmu tólf tíma og var sá frem­ur lít­ill – mæld­ist 1,3 að stærð um kl. 8.37, ein­um kíló­metra norðaust­ur af Sund­hnúk.

Skjálft­arn­ir eru því færri í dag held­ur van­inn hef­ur verið síðustu daga en Krist­ín Elísa Guðmunds­dótt­ir nátt­úru­vár­sér­fræðing­ur seg­ir að lítið sé hægt að lesa úr dagamis­mun­in­um.

„Það er svo­lítið erfitt að túlka ein­hverja ör­fáa daga,“ seg­ir Krist­ín Elísa við mbl.is en Veður­stof­an hef­ur gefið út að skjálfta­virkni hafi auk­ist síðustu daga.

Kortið sýnir staðsetningu jarðskjálfta í kringum Sundhnúkagígaröðina síðustu 14 daga. …
Kortið sýn­ir staðsetn­ingu jarðskjálfta í kring­um Sund­hnúkagígaröðina síðustu 14 daga. Rauðir hring­ir sýna staðsetn­ingu jarðskjálfta sem hafa orðið á síðustu þrem­ur dög­um, eða frá því að yf­ir­ferð var tíma­bundið breytt vegna trufl­un­ar. Þar má sjá að þeir skjálft­ar lenda á eða mjög nærri gossprung­um sem hafa opn­ast frá því í des­em­ber 2023 sem sýnd­ar eru með dökkrauðum lín­um. Aðrir lit­ir sýna staðsetn­ingu skjálfta áður en yf­ir­ferð var breytt. Kort/​Veður­stof­an

En hvenær vit­um við að gos sé að hefjast?

Tæp­lega 40 millj­ón rúm­metr­ar af kviku eru und­ir Sund­hnúkagígaröðinni og kviku­magn hef­ur því aldrei verið meira frá því að gos­hrin­an hófst í des­em­ber 2023. Gert er ráð fyr­ir afar skömm­um fyr­ir­vara á und­an næsta gosi. Síðast var fyr­ir­var­inn ekki nema um hálf­tími.

Og hver er þessi fyr­ir­vari?

Skýr­ustu merki um að gos sé að hefjast á Sund­hnúkagígaröðinni hafa verið auk­in skjálfta­virkni í kviku­gang­in­um sam­hliða þrýst­ings­breyt­ing­um í bor­hol­um HS Orku í Svartsengi, sem benda til þess að kvika sé á hreyf­ingu í jörðu niðri.

Mæl­ar Veður­stof­unn­ar sýna hvor­ugt að svo stöddu, þannig að við get­um andað létt­ar – í bili.

„Það er bara allt ró­legt akkúrat núna en það get­ur breyst mjög hratt,“ seg­ir Krist­ín.

Línuritið næt fram að 11. mars og sýnir áætlað magn …
Línu­ritið næt fram að 11. mars og sýn­ir áætlað magn kviku sem hef­ur bæst við und­ir Svartsengi á milli þeirra eld­gosa eða kviku­hlaupa sem hafa orðið frá því í nóv­em­ber 2023. Kort/​Veður­stofa Íslands

Hættumat óbreytt

Í til­kynn­ingu sem Veður­stofa birti í dag seg­ir að óbreytt hættumat sé í gildi til morg­undags, 18. mars. 

Lík­leg­asta sviðsmynd­in að þetta kviku­söfn­un­ar­tíma­bil endi með kviku­hlaupi og eld­gosi sem kæmi fyrst upp á svæðinu milli Sund­hnúks og Stóra-Skóg­fells.

Jafn­framt árétt­ar stofn­un­in að eng­ar breyt­ing­ar hafa orðið á staðsetn­ingu jarðskjálfta­virkni á Sund­hnúkagígaröðinni miðað við aðdrag­anda síðustu eld­gosa, en mæl­ar stofn­un­ar­inn­ar sýndu skakka mynd af skjálfta­svæðum síðustu daga. Það hef­ur nú verið leiðrétt.

Hér get­ur þú fylgst með beinu streymi af Sund­hnúkagígaröðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert