Ungmenni skaut flugeldi í konu

Atvikið kom upp við útsölumarkað í Mjódd.
Atvikið kom upp við útsölumarkað í Mjódd. Ljósmynd/Klasi

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu fékk inn á borð til sín mál sem upp kom þegar dreng­ur á fimmtánda ald­ursári skaut flug­eld í konu sem var í versl­un­ar­ferð í Mjódd í Breiðholti.

Kon­unni var brugðið og með áverka á fæti eft­ir flug­eld­inn. Að sögn Krist­mund­ar Stef­áns Ein­ars­son­ar, aðal­varðstjóra hjá lög­regl­unni í Kópa­vogi, sem sinn­ir einnig verk­efn­um í Breiðholti, kom málið upp í janú­ar.

Seg­ir hann lög­reglu hafa komið á vett­vang en eng­ir eft­ir­mál­ar hafi orðið fyr­ir dreng­inn sem bar ábyrgð á flug­elda­skot­inu vegna ald­urs hans.

Að sögn Krist­mund­ar kom at­vikið upp nærri út­sölu­markaði í Mjódd. „Málið var unnið með barna­mála­yf­ir­völd­um og for­ráðamanni barns­ins,“ seg­ir Krist­mund­ur.

Í frá­sögn kon­unn­ar á Vísi seg­ir að flug­eld­ur­inn hafi farið í bux­ur henn­ar sem hafi bráðnað og hafi hún kennt sér meins í kjöl­farið. Eins seg­ir hún að for­eldr­arn­ir hafi gert lítið úr at­vik­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert