Velti upp lögfestingu ensku og pólsku sem opinberra tungumála

Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir að hjálpa eigi …
Logi Einarsson, menningar-, nýsköpunar- og háskólaráðherra, segir að hjálpa eigi þeim sem eiga íslensku ekki sem fyrsta mál að læra tungumálið. Tilefnið var fyrirspurn Snorra Mássonar, þingmanns Miðflokksins, til Loga um það hvort lögfesta ætti ensku og pólsku sem opinber mál hér á landi. Samsett mynd/mbl.is/Karítas

Logi Ein­ars­son, menn­ing­ar-, ný­sköp­un­ar- og há­skólaráðherra, seg­ir að hjálpa eigi þeim 70 þúsund ný­bú­um, sem eiga ís­lensku ekki sem fyrsta mál, að læra tungu­málið.

Við eig­um ekki að gera kröfu um það og aldrei um að það kunni hana frá fyrsta degi.

Þetta kom fram í svari Loga við fyr­ir­spurn Snorra Más­son­ar, þing­manns Miðflokks­ins, sem lýsti áhyggj­um sín­um á stöðu ís­lensk­unn­ar í óund­ir­bún­um fyr­ir­spurna­tíma á Alþingi í dag.

Spurði Snorri ráðherra hvort það væri eðli­legt skref að lög­festa stöðu ensku og pólsku sem op­in­berra mála í land­inu?

Til­efnið var ræða Loga í umræðum um bók­mennta­stefnu þar sem ráðherr­ann sagði að þar sem fleiri en áður séu hér á landi sem tali ekki ís­lensku sem fyrsta mál þurfi að mæta þeim veru­leika af skiln­ingi og umb­urðarlyndi og að við þyrft­um að búa okk­ur und­ir að þanni muni ver­öld­in breyt­ast.

Notuð til hliðar við ís­lensku

Spurði Snorri þá, úr því að raun­veru­leik­inn í sam­fé­lag­inu sé á þá leið, hvort Logi telji eðli­legt að við lög­fest­um stöðu ensku og pólsku í land­inu sem op­in­berra mála, fyrst við séum að mæta stöðunni af skiln­ingi og umb­urðarlyndi?

„Auðvitað ekki,“ sagði Logi. Sagði hann alla áherslu verða lagða á það að kenna öll­um ís­lensku sem hingað komi og vilji búa og auðvitað þurfi ekki að lög­festa önn­ur tungu­mál en ís­lensku og tákn­mál á ís­lensku eins og sé í dag.

Snorri benti þá á að bæði enska og pólska væri notuð til hliðar við ís­lensk­una af Stjórn­ar­ráðinu, af hálfu skóla­yf­ir­valda, í rík­is­miðlin­um og víða ann­ars staðar hjá hinu op­in­bera.

Spurði hann þá hvort ráðherra væri til­bú­inn að beina því til stofn­ana sam­fé­lags­ins að forðast alla notk­un út­lensku ef ekki ætti að lög­festa er­lend tungu­mál.

Geti auðveldað inn­gild­ingu

Logi svaraði af­drátt­ar­laust neit­andi. Hann sagðist telja í ljósi virðing­ar, kurt­eisi, sann­girni og skiln­ingi sem við ætt­um að sýna ætt­um við að hvetja fjöl­miðla og op­in­ber fyr­ir­tæki til að miðla upp­lýs­ing­um þannig að sem flest­ir íbú­ar lands­ins geti nýtt sér þjón­ustu og jafn­vel lýðræðis­leg­an rétt sinn í sveit­ar­stjórn­ar­kosn­ing­um og annað.

Ítrekaði hann að við vær­um ekki kom­in á það stig að festa notk­un er­lendra tungu­mála í lög. Sagði hann að nota bæri heil­brigða skyn­semi. Sagðist hann telja að það að miðla texta á pólsku og ensku geti auðveldað inn­gild­ingu í sam­fé­lag­inu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert