Enginn rekstrarstuðningur og kaupa ekki atvinnuhúsnæði

Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra.
Kristrún Frostadóttir forsætisráðherra. mbl.is/Eyþór

Rekstr­arstuðning­ur við rekstr­araðila í Grinda­vík verður ekki fram­lengd­ur og fell­ur úr gildi 31. mars.

Í staðinn verður horft til þess að nýta al­menn­ari úrræði um op­in­ber­an stuðning við at­vinnu­líf í gegn­um Sókn­aráætl­un Suður­nesja.

Kristrún Frosta­dótt­ir for­sæt­is­ráðherra var spurð út í sam­ráð við fyr­ir­tæki í Grinda­vík í tengsl­um við ákvörðun­ina í stuttu sam­tali við fjöl­miðla að lok­inni kynn­ingu henn­ar á aðgerðum rík­is­stjórn­ar­inn­ar í mál­efn­um Grind­vík­inga í Stjórn­ar­ráðinu í dag.

Tengiliður rík­is­stjórn­ar í sam­skipt­um við Grind­vík­inga

Seg­ir Kristrún rík­is­stjórn­ina hafa verið með tengilið sem hef­ur verið í mikl­um sam­skipt­um við Grind­vík­inga og fyr­ir­tæki í Grinda­vík. Hún seg­ir tengiliðinn meðal ann­ars muni koma að því að byggja upp ný úrræði með sókn­aráætl­un­um lands­hluta.

Þá seg­ir hún að sam­starf verði með Byggðastofn­un og sam­tök­um sveit­ar­fé­laga á Suður­nesj­um. Bend­ir Kristrún á að sókn­aráætlan­ir hafi í gegn­um tíðina oft verið notaðar þegar áföll verða eins og snjóflóð, aur­skriður og annað.

Þannig sé um eðli­legt fram­hald að ræða á þess­um tíma­punkti.

Færri nýtt sér rekstr­arstuðning

„Það er eðlis­breyt­ing á rekstr­arstuðningn­um. Þessu mun fylgja at­vinnuráðgjöf og í raun sér­tæk­ari stuðning­ur.“

Kristrún seg­ir færri hafa nýtt sér rekstr­arstuðning­inn und­an­farið þannig sé fyr­ir­komu­lagið eðli­legra með þess­um hætti að mati stjórn­valda.

Hún tek­ur þá fram að nú verði stuðningslán­in fram­lengd sem talið sé að muni styðja við nýt­ingu sókn­aráætl­un­ar­inn­ar.

Stjórn­völd hafa þá ákveðið að ráðast ekki í upp­kaup á at­vinnu­hús­næði í Grinda­vík. Sjón­um verður þess í stað beint að því að greina hvort per­sónu­leg­ar ábyrgðir vegna at­vinnu­hús­næðis eða at­vinnu­rekst­urs kalli á ráðstaf­an­ir til að forða gjaldþrot­um ein­stak­linga.

Þörf fyr­ir slík úrræði verður könnuð með milli­göngu umboðsmanns skuld­ara.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert