Fjölga þurfi hjúkrunarrýmum um 100 á ári

Alma Möller heilbrigðisráðherra á leið á ríkisstjórnarfund.
Alma Möller heilbrigðisráðherra á leið á ríkisstjórnarfund. mbl.is/Árni Sæberg

Alma D. Möller heil­brigðisráðherra seg­ir að fjölga þurfi hjúkr­un­ar­rým­um um í kring­um 100 á ári hverju miðað við öldrun þjóðar­inn­ar að óbreyttu næstu árin.

Ekki er þá meðtal­in sú innviðaskuld sem safn­ast hef­ur upp þegar kem­ur að hjúkr­un­ar­rým­um en nú eru um 500 manns að bíða og þá er ákveðin fjöldi í biðrým­um. Sam­tals er um að ræða um 700 ein­stak­linga að sögn Ölmu.

Þetta er svo­kallaður flæðis­vandi sem ráðherra vill frek­ar kalla út­skrift­ar­vanda en um 23% ein­stak­linga sem liggja inni á spít­ölum um all­an heim eru til­bún­ir til út­skrift­ar. Talið er að hlut­fallið geti verið enn hærra á Íslandi þar sem skort­ur er á úrræðum utan spít­ala.

Vilja bæta við mörg hundruð rým­um

Spurð hvað sé til ráða seg­ir Alma að helst vilji rík­is­stjórn­in bæta við mörg hundruð rým­um. Vís­ar hún í áætl­un þar um síðan í nóv­em­ber sem hún seg­ir að standi til að upp­færa á næstu vik­um.

„Þegar eru úrræði í bygg­ingu en bet­ur má ef duga skal,“ seg­ir Alma og bæt­ir við að búið sé að gera ráð fyr­ir fjár­mun­um í frek­ari upp­bygg­ingu. Hún er ekki til­bú­in að út­tala sig um fjár­hæðir í þeim efn­um enda upp­bygg­ing­in sem slík á for­ræði hús­næðismálaráðherra.

Byggja við bráðamót­tök­una

Alma seg­ir að einnig standi til að byggja við bráðamót­töku Land­spít­ala í Foss­vogi en þar verði tug­ir rýma. Muni það hjálpa til við að létta á göng­um bráðamót­töku þar sem fólk bíður iðulega í tuga­tali.

Viðbygg­ing­in verði létt bygg­ing sem fljót­legt verði að koma upp og með þeirri viðbót fjölgi legu­rým­um á Land­spít­ala.

Alma seg­ir stærsta ein­staka liðinn í að leysa út­skrift­ar­vand­ann að fjölga hjúkr­un­ar­rým­um. Það seg­ir hún á borði fé­lags- og hús­næðismálaráðherra.

„Ég veit að þar er unnið að miklu kappi við að skoða hvernig hægt er að fjölga hjúkr­un­ar­rým­um hratt.“

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert