Gjaldeyrishöftin voru blekkingarleikur

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 0:00
Loaded: 0%
Stream Type LIVE
Remaining Time 0:00
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
    • Quality

    Dr. Ragn­ar Árna­son, pró­fess­or emer­it­us í hag­fræði við Há­skóla Íslands, seg­ir að gjald­eyr­is­höft­in sem lögð voru á hér á landi í tengsl­um við banka­hrunið 2008 hafi í raun verið einskon­ar blekk­ing. Ekki hafi verið nauðsyn­legt að leggja þau á og alls ekki í þann langa tíma sem raun varð á.

    Nefn­ir Ragn­ar þetta á vett­vangi Spurs­mála þegar hann er spurður út í kosti og galla þeirr­ar hug­mynd­ar að Ísland taki upp evru.

    Gagn­rýni á krón­una

    Orðaskipt­in um þetta má sjá í spil­ar­an­um hér að ofan en þau eru einnig rak­in í text­an­um hér að neðan:

    Eitt af því sem menn hafa notað sem gagn­rýnipunkt á krón­una eru gjald­eyr­is­höft­in sem við höf­um þurft að setja hér á við erfiðar aðstæður. Það dreg­ur bæði úr verðmæta­sköp­un og frelsi fólks til þess að ráðstafa sín­um verðmæt­um eins og því sýn­ist.

    „Já við höf­um nú ekki gjald­eyr­is­höft í dag. Við höfðum gjald­eyr­is­höft í fjár­málakrepp­unni miklu á ár­un­um 2008-2009. Þú orðaðir þetta þannig að við hefðum orðið að setja þessi gjald­eyr­is­höft á. Ég held að það væru nú ekki marg­ir hag­fræðing­ar sem myndu fall­ast á að við höf­um neyðst til þess. Við kus­um að gera það.  Og þegar við geðrum það þá töluðum við um að vera með þau í nokkra mánuði. Síðan reynd­ist þetta bara þægi­legt fyr­ir stjórn­mála­menn og seðlabank­ann og slíka aðila þannig að þessi höft urðu miklu lang­vinn­ari en þau hefðu þurft að vera.“

    Rétt­læt­an­legt um skamma hríð

    „Ég er sjálf­ur þeirr­ar skoðunar að það sé ólík­legt að við höf­um þurft að taka höft­in upp yf­ir­leitt. En kannski rétt­læt­an­legt að taka þau upp á þeim tíma í einn eða tvo mánuði. Annað eins hef­ur nú gerst hjá mörg­um öðrum lönd­um, stór­um lönd­um. Ég nefni nú bara Bret­land til dæm­is, tíma­bundið vegna óvæntra áfalla en við hefðum aldrei átt að hafa þessi höft árum sam­an eins og við gerðum.“

    Viðtalið við Ragn­ar má sjá og heyra í heild sinni í spil­ar­an­um hér að neðan:

    Nei, sjö eða átta ár sem þetta ent­ist.

    „Já þau voru af­num­in í skref­um. Eitt af því sem var notað til að viðhalda þeim var snjó­hengj­an og upp­gjör þrota­búa. Og það var bara önn­ur blekk­ing. Ég held að það hafi bara verið leið til að auðvelda hag­stjórn­ina fyr­ir þá sem áttu að vinna að þeim mál­um. Létt­ari vinna fyr­ir þá.“

    mbl.is
    Fleira áhugavert

    Innlent »

    Fleira áhugavert